Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2019 11:21 Greta Thunberg. Vísir/Getty Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála. Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála.
Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira