Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:30 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 en grunur leikur á að þeir hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. visir/sigurjón Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19
2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01