450 milljónir króna á ábyrgð Landsbankans thorsteinn@frettabladid.is skrifar 25. apríl 2019 08:30 Valitor var dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press Productions 1,2 milljarða króna vegna lokunar á greiðslugátt. Landsbankinn í ábyrgð fyrir 450 milljónum af upphæðinni. Valitor segist líklega munu áfrýja dómnum. Færsluhirðinum Valitor, dótturfélagi Arion banka, er gert að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 milljarða króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrirvaralaust. Landsbankinn er í ábyrgð fyrir 456 milljónum króna af upphæðinni. Dómur var kveðinn upp í gær en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt og frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. Dómarar í málinu töldu að veikleikar væru á þeim forsendum sem tölfræðilegir útreikningar matsmanna byggðust á og því væri ekki unnt að leggja niðurstöðu matsgerðarinnar til grundvallar sem sönnunargagn um umfang tjónsins. „Samkvæmt niðurstöðu dómkvaddra matsmanna nam tjónið 3,2 milljörðum en dómarinn víkur því til hliðar og fer niður í 1,2 milljarða. Maður vonaðist nú ekki til að þeir myndu ýta matinu til hliðar. Svo erum við ekki sáttir við dráttarvextina en þetta er samt sigur,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press, í samtali við Fréttablaðið en krafa um vexti og dráttarvexti aftur í tímann kom ekki til álita. Þá hljóðaði aðalkrafa Datacell og SPP í málinu upp á 8,1 milljarð. Ábyrgist 38 prósent Ljóst er að Landsbankinn muni þurfa að greiða 456 milljónir af heildarfjárhæðinni sem Valitor var dæmt til að greiða. Ástæðan er sú að þegar Landsbankinn seldi eignarhlut sinn í Valitor til Arion banka í desember 2014 gekkst Landsbankinn í ábyrgðir fyrir 38 prósentum af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra mála. Þeirra á meðal var málarekstur Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn Valitor. Í kjölfar dómsins gaf Valitor út að málinu verði líklega áfrýjað til Landsréttar. Félagið furðaði sig á niðurstöðunni, sérstaklega varðandi SPP þar sem það hefði aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við færsluhirðinn. Auk þess hefði SPP aldrei haft nema hverfandi tekjur en engu að síður gert margra milljarða dómskröfu á hendur fyrirtækinu. Þá benti fyrirtækið á að einn þriggja dómara hefði skilað séráliti og viljað sýkna Valitor. Í séráliti Kjartans Bjarna Björgvinssonar héraðsdómara kemur fram að hann sé sammála meirihluta dómara um að riftun samningsins hafi leitt til fjárhagslegs tjóns. Hins vegar sé hann ósammála því að skilyrði sé fyrir því að ákvarða Datacell og SPP skaðabætur að álitum. Stefnendur hafi ekki fært nægilegar sönnur á fjártjón sitt og því beri að sýkna Valitor af kröfum þeirra. Arion banki sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að dómurinn hefði neikvæð áhrif á afkomu bankasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW air og sala bankans á eignarhlut í Farice hefðu samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fjórðungsins. Þá hefur dómurinn ekki áhrif á yfirstandandi söluferli Valitors að sögn bankans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Færsluhirðinum Valitor, dótturfélagi Arion banka, er gert að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 milljarða króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrirvaralaust. Landsbankinn er í ábyrgð fyrir 456 milljónum króna af upphæðinni. Dómur var kveðinn upp í gær en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt og frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. Dómarar í málinu töldu að veikleikar væru á þeim forsendum sem tölfræðilegir útreikningar matsmanna byggðust á og því væri ekki unnt að leggja niðurstöðu matsgerðarinnar til grundvallar sem sönnunargagn um umfang tjónsins. „Samkvæmt niðurstöðu dómkvaddra matsmanna nam tjónið 3,2 milljörðum en dómarinn víkur því til hliðar og fer niður í 1,2 milljarða. Maður vonaðist nú ekki til að þeir myndu ýta matinu til hliðar. Svo erum við ekki sáttir við dráttarvextina en þetta er samt sigur,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press, í samtali við Fréttablaðið en krafa um vexti og dráttarvexti aftur í tímann kom ekki til álita. Þá hljóðaði aðalkrafa Datacell og SPP í málinu upp á 8,1 milljarð. Ábyrgist 38 prósent Ljóst er að Landsbankinn muni þurfa að greiða 456 milljónir af heildarfjárhæðinni sem Valitor var dæmt til að greiða. Ástæðan er sú að þegar Landsbankinn seldi eignarhlut sinn í Valitor til Arion banka í desember 2014 gekkst Landsbankinn í ábyrgðir fyrir 38 prósentum af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra mála. Þeirra á meðal var málarekstur Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn Valitor. Í kjölfar dómsins gaf Valitor út að málinu verði líklega áfrýjað til Landsréttar. Félagið furðaði sig á niðurstöðunni, sérstaklega varðandi SPP þar sem það hefði aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við færsluhirðinn. Auk þess hefði SPP aldrei haft nema hverfandi tekjur en engu að síður gert margra milljarða dómskröfu á hendur fyrirtækinu. Þá benti fyrirtækið á að einn þriggja dómara hefði skilað séráliti og viljað sýkna Valitor. Í séráliti Kjartans Bjarna Björgvinssonar héraðsdómara kemur fram að hann sé sammála meirihluta dómara um að riftun samningsins hafi leitt til fjárhagslegs tjóns. Hins vegar sé hann ósammála því að skilyrði sé fyrir því að ákvarða Datacell og SPP skaðabætur að álitum. Stefnendur hafi ekki fært nægilegar sönnur á fjártjón sitt og því beri að sýkna Valitor af kröfum þeirra. Arion banki sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að dómurinn hefði neikvæð áhrif á afkomu bankasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW air og sala bankans á eignarhlut í Farice hefðu samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fjórðungsins. Þá hefur dómurinn ekki áhrif á yfirstandandi söluferli Valitors að sögn bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira