Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2019 21:00 Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. Þeir segjast vera með umhverfisvænt lokað kerfi sem hljóti að vera framtíðin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Laxeldiskvíar norska fyrirtæksins eru nú á þremur stöðum í Norður-Noregi en hugmyndin er að nota samskonar kvíar til að byggja upp tuttugu þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. „Þetta svínvirkar,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf., en hann er Bolvíkingur og lærður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Lokaðar sjókvíar, samskonar þeim sem Akvafuture vill nota í Eyjafirði, eru nú á þremur svæðum í Norður-Noregi.Mynd/Akvafuture.Starfsemi systurfyrirtækis Akvafuture í Noregi hófst fyrir tveimur árum, þar starfa nú um fjörutíu manns og framleiðslan stefnir í sex þúsund tonn í ár, - af fiski sem Rögnvaldur segir aldrei hafa séð annað en níðsterkan svartan dúk, sem hann veifar. Akvafuture hefur frá því haustið 2017 undirbúið umsókn á eldi í lokuðum kvíum á sex stöðum í Eyjafirði. „Það er ekki laxalús sem kemur á fiskinn okkar. Við stjórnum lífkerfinu í þessum kvíum okkar. Og við tökum upp töluverðan hluta, - stærstan hluta, af úrganginum sem fellur til við eldið.“ Úrgangurinn er svo endurnýttur í lífeldsneyti. „Og er notaður til að drífa strætó í Þrándheimi í Noregi.“Stærstur hluit af úrganginum, sem fellur til, er endurnýttur til að knýja strætisvagna í Þrándheimi.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur segir áformin í Eyjafirði nú í uppnámi, vegna ákvæðis í frumvarpi ráðherra um að firðir sem ekki hafa verið burðarþolsmetnir, fari í útboð. Þetta þýði að fyrirtæki sem unnið hafi að umhverfismati á viðkomandi svæði fá ekki að halda þeirri vinnu áfram. „Við höfum miklar áhyggjur af því að sú mikla vinna, sem við erum þegar búnir að leggja í, hún verði til einskis.“ Hann segist ekki vera að biðja um forgang heldur að jafnræðis verði gætt og nefnir sem dæmi Ísafjarðardjúp, sem búið sé að burðarþolsmeta. „Ef það svæði á ekki að fara í útboð þá finnst okkur við ekki sitja við sama borð og önnur fyrirtæki, sem þegar hafa haslað sér völl hér við Ísland.“Ráðamenn Akvafuture vonast til að meiri sátt geti náðst um fiskeldi í lokuðum sjókvíum sem þessum.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur kveðst vona að meiri sátt geti náðst um sjókvíaeldi í lokuðum kerfum. „Ég er ekki að segja að við séum með einu lausnina. Það er fullt af fyrirtækjum í Noregi sem er að vinna allskonar þróunarstarf í kringum lokuð, umhverfisvæn kerfi. Þetta hlýtur að vera framtíðin,“ segir framkvæmdastjóri Akvafuture ehf. Hér má sjá viðtalið við Rögnvald: Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Grýtubakkahreppur Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði hófst í Hofi í morgun. 19. janúar 2019 11:42 Lagði fram frumvarp um fiskeldi Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati. 6. mars 2019 06:00 Verndarsjóður kynnir kosti fiskeldis á landi eða í lokuðum sjókvíum Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. 3. nóvember 2018 08:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. Þeir segjast vera með umhverfisvænt lokað kerfi sem hljóti að vera framtíðin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Laxeldiskvíar norska fyrirtæksins eru nú á þremur stöðum í Norður-Noregi en hugmyndin er að nota samskonar kvíar til að byggja upp tuttugu þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. „Þetta svínvirkar,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf., en hann er Bolvíkingur og lærður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Lokaðar sjókvíar, samskonar þeim sem Akvafuture vill nota í Eyjafirði, eru nú á þremur svæðum í Norður-Noregi.Mynd/Akvafuture.Starfsemi systurfyrirtækis Akvafuture í Noregi hófst fyrir tveimur árum, þar starfa nú um fjörutíu manns og framleiðslan stefnir í sex þúsund tonn í ár, - af fiski sem Rögnvaldur segir aldrei hafa séð annað en níðsterkan svartan dúk, sem hann veifar. Akvafuture hefur frá því haustið 2017 undirbúið umsókn á eldi í lokuðum kvíum á sex stöðum í Eyjafirði. „Það er ekki laxalús sem kemur á fiskinn okkar. Við stjórnum lífkerfinu í þessum kvíum okkar. Og við tökum upp töluverðan hluta, - stærstan hluta, af úrganginum sem fellur til við eldið.“ Úrgangurinn er svo endurnýttur í lífeldsneyti. „Og er notaður til að drífa strætó í Þrándheimi í Noregi.“Stærstur hluit af úrganginum, sem fellur til, er endurnýttur til að knýja strætisvagna í Þrándheimi.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur segir áformin í Eyjafirði nú í uppnámi, vegna ákvæðis í frumvarpi ráðherra um að firðir sem ekki hafa verið burðarþolsmetnir, fari í útboð. Þetta þýði að fyrirtæki sem unnið hafi að umhverfismati á viðkomandi svæði fá ekki að halda þeirri vinnu áfram. „Við höfum miklar áhyggjur af því að sú mikla vinna, sem við erum þegar búnir að leggja í, hún verði til einskis.“ Hann segist ekki vera að biðja um forgang heldur að jafnræðis verði gætt og nefnir sem dæmi Ísafjarðardjúp, sem búið sé að burðarþolsmeta. „Ef það svæði á ekki að fara í útboð þá finnst okkur við ekki sitja við sama borð og önnur fyrirtæki, sem þegar hafa haslað sér völl hér við Ísland.“Ráðamenn Akvafuture vonast til að meiri sátt geti náðst um fiskeldi í lokuðum sjókvíum sem þessum.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur kveðst vona að meiri sátt geti náðst um sjókvíaeldi í lokuðum kerfum. „Ég er ekki að segja að við séum með einu lausnina. Það er fullt af fyrirtækjum í Noregi sem er að vinna allskonar þróunarstarf í kringum lokuð, umhverfisvæn kerfi. Þetta hlýtur að vera framtíðin,“ segir framkvæmdastjóri Akvafuture ehf. Hér má sjá viðtalið við Rögnvald:
Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Grýtubakkahreppur Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði hófst í Hofi í morgun. 19. janúar 2019 11:42 Lagði fram frumvarp um fiskeldi Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati. 6. mars 2019 06:00 Verndarsjóður kynnir kosti fiskeldis á landi eða í lokuðum sjókvíum Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. 3. nóvember 2018 08:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41
Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði hófst í Hofi í morgun. 19. janúar 2019 11:42
Lagði fram frumvarp um fiskeldi Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati. 6. mars 2019 06:00
Verndarsjóður kynnir kosti fiskeldis á landi eða í lokuðum sjókvíum Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. 3. nóvember 2018 08:15
Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30
Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30