Tekjumörk hækka um rúmlega 7 prósent á milli ára og eru nýju tekjumörkin samkvæmt myndinni að neðan.
Eignamörk hækka úr 5.510.000 kr. í 5.769.000 kr. milli ára. Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.
Hér má kynna sér reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings félagsþjónustu sveitarfélaga.
