Okkar eigin Trump Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. apríl 2019 08:00 Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun