Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2019 10:37 Trump hefur lýst Mueller-skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir sig. Meirihluti landsmanna telur hann hins vegar hafa logið um efni rannsóknarinnar. Vísir/EPA Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira