Ástþór bjartsýnn á stofnun flugfélags Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:42 Ástþór Magnússon. Vísir Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Sjá meira
Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Sjá meira
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28