Innlent

Hinn Íslendingurinn skilur ekki hvers vegna hann liggur undir grun

Birgir Olgeirsson skrifar
Mehamn er rólegur, lítill bær á norðurströnd Noregs. Nordicphotos/AFP
Mehamn er rólegur, lítill bær á norðurströnd Noregs. Nordicphotos/AFP
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana í Noregi aðfaranótt laugardags, mótmælti ekki kröfu um að sæta fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Frá þessu er greint á norska staðarmiðlinum iFinnmark sem segir að Gunnar hafi ekki verið yfirheyrður af lögreglu vegna þess að túlkur var ekki til staðar.

Á vef iFinnmark er Gunnar sagður vilja segja sína hlið í yfirheyrslu hjá lögreglu áður en hann segir sína hlið í réttarsal

Hann tók ekki afstöðu til sakarefnisins en mótmælti þó ekki gæsluvarðhaldskröfunni.

Lögreglan fór fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir 32 ára gömlum íslenskum manni sem er grunaður um aðild að morðinu. Rætt er við verjanda hans Jens Bernhard Herstad á vef iFinnmark sem segir skjólstæðing sinn neita sök og ekki skilja hvers vegna hann liggur undir grun. Herstad tjáði sig ekki þegar hann var spurður hvar skjólstæðingur hans var staddur þegar maðurinn var skotinn til bana.


Tengdar fréttir

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn

Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni

Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×