Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 10. apríl 2019 06:15 Gengi Arion hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/Stefán Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), er orðinn stærsti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með um 4,5 prósenta hlut af útistandandi hlutafé bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er eignarhluturinn metinn á rúmlega sex milljarða króna. Stoðir margfölduðu hlut sinn í Arion banka í liðinni viku þegar félagið keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi bankans, seldi með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) til innlendra og erlendra fjárfesta. Fyrir áttu Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og var með um 18 milljarða í eigið fé í ársbyrjun 2018, um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Eignarhald Stoða í Arion banka er að stærstum hluta í gegnum sænsk heimildarskírteini (SDR) í kauphöllinni í Svíþjóð. Salan á eignarhlut Kaupþings, 200 milljónir hluta að nafnverði, fór að mestu til innlendra fjárfesta samkvæmt heimildum Markaðarins og var gerð á genginu 70 krónur á hlut. Gengi bréfa bankans hafa hækkað frá þeim tíma um nærri tíu prósent og stóðu í 76,9 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Eftir sölu Kaupþings, sem kláraðist fyrir opnun markaða á miðvikudag, hafa umsvif einkafjárfesta í eigendahópi Arion banka aukist verulega. Gróflega áætlað nemur samanlagður eignarhlutur þeirra núna um tíu prósentum. Þannig á Sigurður Bollason, fjárfestir og stór hluthafi meðal annars í Kviku banka, og félög honum tengd orðið samtals í kringum tveggja prósenta hlut í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hann hefur að undanförnu verið að byggja upp stöðu í bankanum, sem er meðal annars fjármögnuð í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka, og keypti jafnframt umtalsverðan eignarhlut í lokuðu útboði Kaupþings í síðustu viku. Á meðal þeirra fjárfesta sem fengu úthlutað hvað stærstum hluta í Arion banka í útboðinu, en söluráðgjafar Kaupþings voru Citi, Carnegie og Fossar markaðir, var TM en tryggingafélagið keypti samtals 14 milljónir hluta, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa bankans sem Markaðurinn hefur séð, og á núna um 0,65 prósent af heildarhlutafé Arion banka. Þá bætti Vogun, sem er óbeint að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, við sig um 5 milljónum hluta og á samtals einnig um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Talsverð umframeftirspurn var eftir bréfum Kaupþings og var algengt að íslenskir verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, samkvæmt heimildum Markaðarins, hafi fengið á bilinu 30 til 50 prósent af þeim hlut sem þeir hafi óskað eftir að kaupa. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári síðan eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á um 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Arion banki var sem kunnugt er skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing, sem á núna tæplega 23 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), er orðinn stærsti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með um 4,5 prósenta hlut af útistandandi hlutafé bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er eignarhluturinn metinn á rúmlega sex milljarða króna. Stoðir margfölduðu hlut sinn í Arion banka í liðinni viku þegar félagið keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi bankans, seldi með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) til innlendra og erlendra fjárfesta. Fyrir áttu Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og var með um 18 milljarða í eigið fé í ársbyrjun 2018, um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Eignarhald Stoða í Arion banka er að stærstum hluta í gegnum sænsk heimildarskírteini (SDR) í kauphöllinni í Svíþjóð. Salan á eignarhlut Kaupþings, 200 milljónir hluta að nafnverði, fór að mestu til innlendra fjárfesta samkvæmt heimildum Markaðarins og var gerð á genginu 70 krónur á hlut. Gengi bréfa bankans hafa hækkað frá þeim tíma um nærri tíu prósent og stóðu í 76,9 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Eftir sölu Kaupþings, sem kláraðist fyrir opnun markaða á miðvikudag, hafa umsvif einkafjárfesta í eigendahópi Arion banka aukist verulega. Gróflega áætlað nemur samanlagður eignarhlutur þeirra núna um tíu prósentum. Þannig á Sigurður Bollason, fjárfestir og stór hluthafi meðal annars í Kviku banka, og félög honum tengd orðið samtals í kringum tveggja prósenta hlut í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hann hefur að undanförnu verið að byggja upp stöðu í bankanum, sem er meðal annars fjármögnuð í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka, og keypti jafnframt umtalsverðan eignarhlut í lokuðu útboði Kaupþings í síðustu viku. Á meðal þeirra fjárfesta sem fengu úthlutað hvað stærstum hluta í Arion banka í útboðinu, en söluráðgjafar Kaupþings voru Citi, Carnegie og Fossar markaðir, var TM en tryggingafélagið keypti samtals 14 milljónir hluta, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa bankans sem Markaðurinn hefur séð, og á núna um 0,65 prósent af heildarhlutafé Arion banka. Þá bætti Vogun, sem er óbeint að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, við sig um 5 milljónum hluta og á samtals einnig um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Talsverð umframeftirspurn var eftir bréfum Kaupþings og var algengt að íslenskir verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, samkvæmt heimildum Markaðarins, hafi fengið á bilinu 30 til 50 prósent af þeim hlut sem þeir hafi óskað eftir að kaupa. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári síðan eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á um 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Arion banki var sem kunnugt er skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing, sem á núna tæplega 23 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira