„Ekkert að óttast fyrir Liverpool í seinni leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Naby Keita og Roberto Firmino fagna marki þess fyrrnefnda í gærkvöldi. Vísir/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira