Norðurlönd taka höndum saman gegn plastmengun í hafinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:30 Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias. Umhverfismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Sjá meira
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias.
Umhverfismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Sjá meira