Ekkert samkomulag í sjónmáli í deilu öryrkja og ríkisins Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:59 Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason. Félagsmál Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason.
Félagsmál Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira