Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn eru að hefjast Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í síðustu viku. vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent