Búin að komast yfir vonbrigðin Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. apríl 2019 11:00 Hin 23 ára gamla Glódís hefur þegar leikið 75 leiki og mun gera atlögu að leikjameti kvennalandsliðsins með þessu áframhaldi. Getty/Eric Verhoeven Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn í Damallsvenskan um helgina gegn gömlu liðsfélögum Glódísar í Eskilstuna. Síðasta tímabil endaði með vonbrigðum hjá Rosengård sem var með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en tap gegn Göteborg gerði Piteå og Göteborg kleift að skjótast upp fyrir Rosengård. Piteå varð meistari og Göteborg tók hitt sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þar sem Rosengård hefur verið fastagestur undanfarin ár. Aðspurð hvort leikmennirnir væru búnir að skola óbragðið úr munninum eftir lokaumferðina í fyrra var Glódís á því að þetta væri ekki að trufla liðið. „Ég myndi segja að við værum búnar að komast yfir þetta og vorum frekar fljótar að því. Auðvitað var þetta fast í hausnum á manni fyrstu dagana eftir leikinn, þetta var ótrúlega súr tilfinning að horfa svona á eftir titlinum en við vissum að þetta gæti gerst. Jafntefli í lokaumferðinni hefði þýtt að við kæmumst í Meistaradeildina en sigur tryggt okkur titilinn og það kom aldrei neitt annað til greina en að eltast við sigurinn,“ sagði Glódís þegar hún rifjaði leikinn upp. „Auðvitað vorum við svekktar í leikslok en eftir á er ég ánægð með að við gáfum þessu tækifæri. Við lentum tveimur mörkum undir snemma leiks, jöfnuðum metin og reyndum eftir bestu getu að skora sigurmarkið. Ég var beðin um að fara upp á topp og sækja ásamt því að spila sem miðvörður. Við sóttum stíft en boltinn vildi bara ekki inn. Það hefði verið sama tilfinning ef við hefðum náð jafntefli því við hefðum samt misst af titlinum.“ Glódís segir að leikmannahópurinn sé betur stilltur í upphafi tímabilsins í ár. „Við erum spenntar að byrja þetta á ný, þetta er að stórum hluta sami hópur og í fyrra sem þjálfarinn er búinn að kynnast vel og við höfum ekki áhyggjur af því að lenda í því sama í ár. Við lentum í mótlæti í fyrra eftir að hafa unnið alla leiki á undirbúningstímabilinu og í byrjun þess og við vorum ekki rétt stilltar þegar fyrsta tap vetrarins kom. Maður lærir ýmislegt af því að tapa leikjum. Við áttum erfitt uppdráttar í nokkrar vikur um mitt tímabil en komum okkur aftur á strik.“ „Ég framlengdi hérna í sumar, ég get ekki farið frá Svíþjóð án þess að vinna meistaratitilinn,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Samningaviðræður hófust strax eftir tímabilið og mér líður vel hérna. Ég sá enga ástæðu til að skoða aðra möguleika. Ég er komin í meira ábyrgðarhlutverk hjá liðinu sem ég er spennt fyrir. Það er mikið hungur hjá bæði mér og liðsfélögunum að vinna titilinn í ár.“ Hin 23 ára gamla Glódís hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er komin með 75 leiki. Hún kunni nýja þjálfarateyminu vel söguna. „Þetta hefur gengið vel hingað til, það eru auðvitað viðbrigði að fá inn nýjan þjálfara eftir að hafa leikið undir stjórn Freys stærstan hluta landsliðsferilsins. Það var sterkt að ná sigri gegn Suður-Kóreu þrátt fyrir að það væru lykilleikmenn fjarverandi og spilamennskan gegn Kanada var góð. Ég horfi björtum augum á framtíðina og er orðin spennt fyrir undankeppninni í haust.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn í Damallsvenskan um helgina gegn gömlu liðsfélögum Glódísar í Eskilstuna. Síðasta tímabil endaði með vonbrigðum hjá Rosengård sem var með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en tap gegn Göteborg gerði Piteå og Göteborg kleift að skjótast upp fyrir Rosengård. Piteå varð meistari og Göteborg tók hitt sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þar sem Rosengård hefur verið fastagestur undanfarin ár. Aðspurð hvort leikmennirnir væru búnir að skola óbragðið úr munninum eftir lokaumferðina í fyrra var Glódís á því að þetta væri ekki að trufla liðið. „Ég myndi segja að við værum búnar að komast yfir þetta og vorum frekar fljótar að því. Auðvitað var þetta fast í hausnum á manni fyrstu dagana eftir leikinn, þetta var ótrúlega súr tilfinning að horfa svona á eftir titlinum en við vissum að þetta gæti gerst. Jafntefli í lokaumferðinni hefði þýtt að við kæmumst í Meistaradeildina en sigur tryggt okkur titilinn og það kom aldrei neitt annað til greina en að eltast við sigurinn,“ sagði Glódís þegar hún rifjaði leikinn upp. „Auðvitað vorum við svekktar í leikslok en eftir á er ég ánægð með að við gáfum þessu tækifæri. Við lentum tveimur mörkum undir snemma leiks, jöfnuðum metin og reyndum eftir bestu getu að skora sigurmarkið. Ég var beðin um að fara upp á topp og sækja ásamt því að spila sem miðvörður. Við sóttum stíft en boltinn vildi bara ekki inn. Það hefði verið sama tilfinning ef við hefðum náð jafntefli því við hefðum samt misst af titlinum.“ Glódís segir að leikmannahópurinn sé betur stilltur í upphafi tímabilsins í ár. „Við erum spenntar að byrja þetta á ný, þetta er að stórum hluta sami hópur og í fyrra sem þjálfarinn er búinn að kynnast vel og við höfum ekki áhyggjur af því að lenda í því sama í ár. Við lentum í mótlæti í fyrra eftir að hafa unnið alla leiki á undirbúningstímabilinu og í byrjun þess og við vorum ekki rétt stilltar þegar fyrsta tap vetrarins kom. Maður lærir ýmislegt af því að tapa leikjum. Við áttum erfitt uppdráttar í nokkrar vikur um mitt tímabil en komum okkur aftur á strik.“ „Ég framlengdi hérna í sumar, ég get ekki farið frá Svíþjóð án þess að vinna meistaratitilinn,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Samningaviðræður hófust strax eftir tímabilið og mér líður vel hérna. Ég sá enga ástæðu til að skoða aðra möguleika. Ég er komin í meira ábyrgðarhlutverk hjá liðinu sem ég er spennt fyrir. Það er mikið hungur hjá bæði mér og liðsfélögunum að vinna titilinn í ár.“ Hin 23 ára gamla Glódís hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er komin með 75 leiki. Hún kunni nýja þjálfarateyminu vel söguna. „Þetta hefur gengið vel hingað til, það eru auðvitað viðbrigði að fá inn nýjan þjálfara eftir að hafa leikið undir stjórn Freys stærstan hluta landsliðsferilsins. Það var sterkt að ná sigri gegn Suður-Kóreu þrátt fyrir að það væru lykilleikmenn fjarverandi og spilamennskan gegn Kanada var góð. Ég horfi björtum augum á framtíðina og er orðin spennt fyrir undankeppninni í haust.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira