Kasta upp lyfinu og selja áfram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2019 19:00 Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur. Fangelsismál Lyf Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur.
Fangelsismál Lyf Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira