Bankastjóri Arion segir starfi sínu lausu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2019 18:53 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann var ráðinn árið 2010 og hefur stýrt bankanum í um níu ár. Stjórn bankans og Höskuldur hafa komist að samkomulagi um að hann gegni starfi bankastjóra fram til næstu mánaðamóta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. „Nú eru um níu ár síðan ég kom til starfa hjá bankanum. Óhætt er að segja að verkefnin hafi verið fjölbreytt á þessum árum. Fyrstu árin fólst verkefnið fyrst og fremst í að takast á við skuldavanda viðskiptavina bankans, bæði fyrirtækja og heimila. Þá var hlutfall vandræðalána hjá bankanum vel yfir 50% en er í dag í takt við það sem best gerist hjá fjármálafyrirtækjum í löndunum í kringum okkur.“ Við hafi tekið vinna við uppbyggingu bankans. „Arion banki er í dag með skýra framtíðarsýn, öflugan mannauð og í forystu hér á landi þegar kemur að þróun fjármálaþjónustu. Eftir vel heppnað alþjóðlegt hlutafjárútboð á síðasta ári var bankinn skráður á markað í kauphallir á Íslandi og í Svíþjóð og er eignarhald bankans í dag vel dreift og hluthafar bæði innlendir og erlendir fjárfestar. Bankinn er fjárhagslega sterkur með traustan grunnrekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tímann til að fela öðrum að taka við keflinu.“ Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári og afkoma bankans var undir væntinum á síðasta ári. Alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming á milli áranna 2017 og 2018.Höskuldur sagði í viðtali við fréttastofu í febrúar: „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ Íslenskir bankar Viðskipti Vistaskipti Tengdar fréttir Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. 6. mars 2019 07:30 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. 14. febrúar 2019 19:15 Undirbýr sölu á stórum hlut í Arion Kaupþing, stærsti hluthafi Arion banka, áformar að selja að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum á komandi vikum. 13. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann var ráðinn árið 2010 og hefur stýrt bankanum í um níu ár. Stjórn bankans og Höskuldur hafa komist að samkomulagi um að hann gegni starfi bankastjóra fram til næstu mánaðamóta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. „Nú eru um níu ár síðan ég kom til starfa hjá bankanum. Óhætt er að segja að verkefnin hafi verið fjölbreytt á þessum árum. Fyrstu árin fólst verkefnið fyrst og fremst í að takast á við skuldavanda viðskiptavina bankans, bæði fyrirtækja og heimila. Þá var hlutfall vandræðalána hjá bankanum vel yfir 50% en er í dag í takt við það sem best gerist hjá fjármálafyrirtækjum í löndunum í kringum okkur.“ Við hafi tekið vinna við uppbyggingu bankans. „Arion banki er í dag með skýra framtíðarsýn, öflugan mannauð og í forystu hér á landi þegar kemur að þróun fjármálaþjónustu. Eftir vel heppnað alþjóðlegt hlutafjárútboð á síðasta ári var bankinn skráður á markað í kauphallir á Íslandi og í Svíþjóð og er eignarhald bankans í dag vel dreift og hluthafar bæði innlendir og erlendir fjárfestar. Bankinn er fjárhagslega sterkur með traustan grunnrekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tímann til að fela öðrum að taka við keflinu.“ Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári og afkoma bankans var undir væntinum á síðasta ári. Alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming á milli áranna 2017 og 2018.Höskuldur sagði í viðtali við fréttastofu í febrúar: „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“
Íslenskir bankar Viðskipti Vistaskipti Tengdar fréttir Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. 6. mars 2019 07:30 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. 14. febrúar 2019 19:15 Undirbýr sölu á stórum hlut í Arion Kaupþing, stærsti hluthafi Arion banka, áformar að selja að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum á komandi vikum. 13. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. 6. mars 2019 07:30
Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15
Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. 14. febrúar 2019 19:15
Undirbýr sölu á stórum hlut í Arion Kaupþing, stærsti hluthafi Arion banka, áformar að selja að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum á komandi vikum. 13. febrúar 2019 08:30