„Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 10:27 Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com. Vísir/Facebook „Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
„Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
„Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent