Stórsókn í velferðarmálum – húsnæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 16. apríl 2019 08:00 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun