Þórarinn Ævarsson hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi. Þórarinn staðfestir þetta í samtali við Vísi en vildi lítið tjá sig að svo stöddu en sagði tilkynningu væntanlega vegna þessa tímamóta. Hann tilkynnti starfsfólki sínu þetta í morgun.
Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku.
Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum.
Þórarinn lét einnig stór orð falla á fundi sauðfjárbænda í janúar í fyrra þar sem hann kallaði eftir því að bændurnir myndu blása til sóknar í markaðssetningu á lambakjöti.
Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Þórarinn hættir hjá IKEA
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent



Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent