Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 22:26 Mótmæli Útrýmingarbyltingarinnar hófust í gær og eiga að standa til 29. apríl. Vísir/EPA Breska lögreglan handtók 290 mótmælendur fyrir að loka götum í miðborg London. Mótmælendurnir krefjast aðgerða í loftslagsmálum og hafa hótað því að „loka“ London í tvær vikur. Aðgerðir mótmælendanna hafa valdið miklum röskunum á umferð í London í dag. Lögreglan segir að um hálf milljón manna hafa orðið fyrir áhrifum af því að breyta þurfti 55 strætisvagnaleiðum í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hluti mótmælendanna ætli að verja nóttinni í tjöldum í miðborginni. Mótmælin ganga undir yfirskriftinni Útrýmingarbyltingin en hreyfingin sem stendur að henni hóf aðgerðir í fyrra. Félagar í henni hafa meðal annars lokað brúm, hellt gerviblóði á stéttina fyrir utan Downing-stræti, mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar BBC og hálfnaktir á þingpöllum. Hreyfingin er sögð krefjast þess að stjórnvöld „segi satt“ um loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda verði hætt fyrir árið 2025 og stofnað verði borgararáð til að koma á breytingum. Sadiq Khan, borgarstjóri London, segist deila ástríðu mótmælendanna en að hann hafi miklar áhyggjur af áformum þeirra um að trufla neðanjarðarlestarferðir á morgun. Nauðsynlegt sé að fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur til að taka á loftslagsbreytingum. „Að beina spjótum að almenningssamgöngum með þessum hætti myndu aðeins skaða málstað okkar allra sem viljum taka á loftslagsbreytingum auk þess að stefna öryggir Londonarbúa í hættu og ég biðla til hvers þess sem íhugar að gera það um að hugsa sig tvisvar um,“ segir Khan. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Breska lögreglan handtók 290 mótmælendur fyrir að loka götum í miðborg London. Mótmælendurnir krefjast aðgerða í loftslagsmálum og hafa hótað því að „loka“ London í tvær vikur. Aðgerðir mótmælendanna hafa valdið miklum röskunum á umferð í London í dag. Lögreglan segir að um hálf milljón manna hafa orðið fyrir áhrifum af því að breyta þurfti 55 strætisvagnaleiðum í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hluti mótmælendanna ætli að verja nóttinni í tjöldum í miðborginni. Mótmælin ganga undir yfirskriftinni Útrýmingarbyltingin en hreyfingin sem stendur að henni hóf aðgerðir í fyrra. Félagar í henni hafa meðal annars lokað brúm, hellt gerviblóði á stéttina fyrir utan Downing-stræti, mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar BBC og hálfnaktir á þingpöllum. Hreyfingin er sögð krefjast þess að stjórnvöld „segi satt“ um loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda verði hætt fyrir árið 2025 og stofnað verði borgararáð til að koma á breytingum. Sadiq Khan, borgarstjóri London, segist deila ástríðu mótmælendanna en að hann hafi miklar áhyggjur af áformum þeirra um að trufla neðanjarðarlestarferðir á morgun. Nauðsynlegt sé að fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur til að taka á loftslagsbreytingum. „Að beina spjótum að almenningssamgöngum með þessum hætti myndu aðeins skaða málstað okkar allra sem viljum taka á loftslagsbreytingum auk þess að stefna öryggir Londonarbúa í hættu og ég biðla til hvers þess sem íhugar að gera það um að hugsa sig tvisvar um,“ segir Khan.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira