VÍS selur í Kviku fyrir 350 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:30 VÍS er þriðji stærsti hluthafi Kviku banka. Fréttablaðið/Anton Brink Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira