Íslendingar neikvæðir í garð laxeldis í opnum sjókvíum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 06:30 Deilt hefur verið um umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum og áhrif þess á villta laxastofninn. Mynd/Erlendur Gíslason Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira