Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 19:15 Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar. Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar.
Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00