Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 19:15 Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar. Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar.
Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent