„Ég veðja á miðbæinn" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2019 20:30 Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira