Enski boltinn

Klopp hlakkar til að mæta Barcelona í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn í kvöld.
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með góða frammistöðu sinna manna í Portúgal í kvöld og segir að liðið hafi gert það sem þurfti.

Liverpool var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn og gat leyft sér að hafa Roberto Firmino á bekknum í kvöld. Sadio Mane skoraði í fyrri hálfleik og gerði út um einvígið en lokatölurnar urðu 4-1 í kvöld. Samanlagt 6-1.

„Við höfum spilað betur á þessari leiktíð. Þetta var alltaf að fara verða vindbylur hérna og þetta var það. Í síðari hálfleik misstu þeir orkuna og við náðum að stjórna leiknum og skora mörk,“ sagði Klopp við BT Sport.

„Við erum með meiri reynslu. Það er klárt. Við lentum i mörgum erfiðum útileikjum í fyrra og við vissum að þetta yrði eins og gegn City og Roma á síðasa ári. Þetta var erfitt en við erum komnir í undanúrslitin.“

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila við Barcelona fyrir utan æfingaleiki og ég hlakka til,“ sagði Klopp um einvígið gegn Barcelona í undanúrslitunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×