Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 12:45 Aðalsöguhetjur atburðanna í dag. Frá vinstri: William Barr, dómsmálaráðherra, Donald Trump, forseti og Robert Mueller, rannsakandi. Vísir/Getty Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Hægt er að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Vísir mun fylgjast með fundinum og greina frá helstu atriðum hans hér að neðan.Blaðamannafundur William Barr Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, mun kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum fjölmiðla í dag ásamt varadómsmálaráðherranum Rod Rosenstein. Blaðamannafundur þeirra félaga mun eins og áður sagði hefjast klukkan 13:30. Donald Trump virðist vera alveg klár á því að skýrslan hreinsi nafn hans af öllum ásökunum eins og sjá má í tístinu hér að neðan.No Collusion - No Obstruction! pic.twitter.com/diggF8V3hl — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:34 Blaðamannafundurinn er hafinn. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr tekur til máls.13:40 William Barr hóf fundinn á því að þakka aðstoðardómsmálaráðherra sínum, Rod Rosenstein fyrir samstarfið. Hann þakkaði einnig Robert Mueller fyrir sín störf. Barr sagðist stefna að því að tryggja eins mikið gagnsæi og mögulegt væri samkvæmt lögum. Barr sagði að eftir fundinn yrði skýrslunni dreift til öldungadeildarþingmanna. Því næst myndi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna dreifa skýrslunni á vefsíðu sinni.13:45 Dómsmálaráðherrann taldi því næst upp hluta rannsóknarinnar. Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að internet-herferð rússneskra aðila fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Við öllum liðum sem Barr nefnir notar hann sömu orðræðu og forsetinn Donald Trump. Ekkert samráð, „No Collusion“. Varðandi ásakanir um að Trump sé sekur um að hindra framgang réttvísinnar segir Barr að ekki hafi verið ástæða fyrir því að gefa út ákæru á hendur forsetanum út frá þeim sönnunargögnum sem var aflað við rannsókn málsins. Barr greindi hins vegar frá því að í tíu skipti hafi verið hægt að tengja gjörðir forsetans við hindrun á framgangi réttvísinnar. Barr ræddi síðan skýrsluna sjálfa og greindi frá því að einhverjar upplýsingar yrðu ekki birtar vegna þess hve viðkvæmar upplýsingarnar eru. Upplýsingarnar gætu haft neikvæð áhrif á útistandandi sakamál. Barr tekur það sérstaklega fram að framkvæmdavaldið hefði ekki látið ritskoða neinar upplýsingar úr skýrslunni. „Lögfræðingar forsetans höfðu ekki heimild til, né báðu um, að efni skýrslunnar yrði ritskoðað og hulið,“ sagði Barr. Dómsmálaráðherrann greindi frá því að valdir þingmenn myndu fá Mueller-skýrsluna án allrar ritskoðunar. Forsetinn er sigurreifur eftir blaðamannafundinn.pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:50 Dómsmálaráðherrann William Barr hefur lokið máli sínu og tekur við spurningum úr sal. Barr sagði í svari til blaðamanns að Robert Mueller sjálfur væri ekki í pontu vegna þess að rannsóknin var gerð af Mueller fyrir Dómsmálaráðherra. Því væri verið að kynna viðbröð ráðherrans við skýrslunni. Barr sagði að Mueller hefði tjáð honum að hann hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að framferði Trump hafi verið glæpsamlegt. „Allt ákæruferlið, þar með talið valdið til að kalla saman kviðdóm, er til þess að úrskurða, með já eða nei svari, hvort glæpur hafi verið framinn. Við förum ekki í gegnum ferlið til þess eins að afla upplýsingum til að dreifa til almennings,“ sagði Barr.14:00 Blaðamannafundinum er lokið.Fréttin var reglulega uppfærð með nýjum upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30 Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Hægt er að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Vísir mun fylgjast með fundinum og greina frá helstu atriðum hans hér að neðan.Blaðamannafundur William Barr Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, mun kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum fjölmiðla í dag ásamt varadómsmálaráðherranum Rod Rosenstein. Blaðamannafundur þeirra félaga mun eins og áður sagði hefjast klukkan 13:30. Donald Trump virðist vera alveg klár á því að skýrslan hreinsi nafn hans af öllum ásökunum eins og sjá má í tístinu hér að neðan.No Collusion - No Obstruction! pic.twitter.com/diggF8V3hl — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:34 Blaðamannafundurinn er hafinn. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr tekur til máls.13:40 William Barr hóf fundinn á því að þakka aðstoðardómsmálaráðherra sínum, Rod Rosenstein fyrir samstarfið. Hann þakkaði einnig Robert Mueller fyrir sín störf. Barr sagðist stefna að því að tryggja eins mikið gagnsæi og mögulegt væri samkvæmt lögum. Barr sagði að eftir fundinn yrði skýrslunni dreift til öldungadeildarþingmanna. Því næst myndi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna dreifa skýrslunni á vefsíðu sinni.13:45 Dómsmálaráðherrann taldi því næst upp hluta rannsóknarinnar. Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að internet-herferð rússneskra aðila fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Við öllum liðum sem Barr nefnir notar hann sömu orðræðu og forsetinn Donald Trump. Ekkert samráð, „No Collusion“. Varðandi ásakanir um að Trump sé sekur um að hindra framgang réttvísinnar segir Barr að ekki hafi verið ástæða fyrir því að gefa út ákæru á hendur forsetanum út frá þeim sönnunargögnum sem var aflað við rannsókn málsins. Barr greindi hins vegar frá því að í tíu skipti hafi verið hægt að tengja gjörðir forsetans við hindrun á framgangi réttvísinnar. Barr ræddi síðan skýrsluna sjálfa og greindi frá því að einhverjar upplýsingar yrðu ekki birtar vegna þess hve viðkvæmar upplýsingarnar eru. Upplýsingarnar gætu haft neikvæð áhrif á útistandandi sakamál. Barr tekur það sérstaklega fram að framkvæmdavaldið hefði ekki látið ritskoða neinar upplýsingar úr skýrslunni. „Lögfræðingar forsetans höfðu ekki heimild til, né báðu um, að efni skýrslunnar yrði ritskoðað og hulið,“ sagði Barr. Dómsmálaráðherrann greindi frá því að valdir þingmenn myndu fá Mueller-skýrsluna án allrar ritskoðunar. Forsetinn er sigurreifur eftir blaðamannafundinn.pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:50 Dómsmálaráðherrann William Barr hefur lokið máli sínu og tekur við spurningum úr sal. Barr sagði í svari til blaðamanns að Robert Mueller sjálfur væri ekki í pontu vegna þess að rannsóknin var gerð af Mueller fyrir Dómsmálaráðherra. Því væri verið að kynna viðbröð ráðherrans við skýrslunni. Barr sagði að Mueller hefði tjáð honum að hann hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að framferði Trump hafi verið glæpsamlegt. „Allt ákæruferlið, þar með talið valdið til að kalla saman kviðdóm, er til þess að úrskurða, með já eða nei svari, hvort glæpur hafi verið framinn. Við förum ekki í gegnum ferlið til þess eins að afla upplýsingum til að dreifa til almennings,“ sagði Barr.14:00 Blaðamannafundinum er lokið.Fréttin var reglulega uppfærð með nýjum upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30 Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23
Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30
Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05