"Ekkert samráð“ Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 14:25 Barr greindi frá skýrslunni í dag. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira