Stjarnan getur enn mætt þremur liðum í undanúrslitunum og KR-liðið fjórum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 12:30 Stjörnumennirnir Ægir Þór Steinarsson, Arnþór Freyr Guðmundsson, Antti Kanervo og Arnar Guðjónsson fylgjast örugglega vel með leikjum kvöldsins. Vísir/Vilhelm KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR] Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR]
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira