Munaðarlausir hvolpar eignuðust allir fósturmömmur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 19:08 Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma. Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma.
Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira