Verkföllum aflýst Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 1. apríl 2019 22:24 Frá fundi deiluaðila í Karphúsinu fyrir skömmu. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira