Verkföllum aflýst Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 1. apríl 2019 22:24 Frá fundi deiluaðila í Karphúsinu fyrir skömmu. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira