Björgunarsveitin Kyndill var kölluð út um klukkan hálf ellefu í kvöld vegna húsbíla í vandræðum en ökumenn þeirra óskuðu eftir aðstoð.
Þegar björgunarmenn komu á vettvang að Kjósarskarði kom í ljós að um var að ræða þrjá húsbíla sem voru fastir á veginum og lokuðu honum fyrir umferð.
Björgunarmenn vinna nú að því að losa bílana.

