„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2019 01:01 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi eftir miðnætti. „Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld. Kjaramál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld.
Kjaramál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira