Ferskir erlendir vindar Agnar Tómas Möller skrifar 3. apríl 2019 07:00 Í árslok 2018 er óhætt að segja að nokkur svartsýni hafi ríkt í íslensku efnahagslífi. Óvissa var um framtíð WOW air, samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustunni og engin leið var að sjá skynsamlega lendingu með kjarasamninga þar sem átök hörðnuðu dag frá degi á vinnumarkaði. Allir þessir þættir leiddu til lækkunar krónunnar, ótta við vaxandi verðbólgu og væntinga um að vextir myndu hækka verulega á árinu 2019. Á sama tíma kvað hins vegar við annan tón í bréfi sem fjárfestingastjóri BlueBay, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, sendi til viðskiptavina sinna. Í bréfinu var því spáð að samfara afléttingu innflæðishafta á Íslandi, myndu vextir til skemmri og lengri tíma lækka og krónan styrkjast, og því væru íslensk skuldabréf sérlega áhugaverð. Í byrjun mars þessa árs hafði sjóður í stýringu umrædds fyrirtækis hafið fjárfestingar á Íslandi, og tók þá fjárfestingarstjórinn enn dýpra í árinni í nýju bréfi til sinna viðskiptavina – þar sem því var haldið fram að Ísland hefði bæði viðvarandi fjárlaga- og viðskiptaafgang og verulega jákvæða eignastöðu, lánshæfi Íslands myndi hækka, verðbólga fara aftur í átt að markmiði á árinu, stýrivextir lækka sem og langtíma vextir. Þótt krónan hafi ekki styrkst á þessu áru hefur hún aftur á móti staðist dómsdagsspár vegna falls WOW air og vel það. Langtímavextir hafa lækkað um 1,2% á árinu og verðbólga hjaðnað. Það sem kannski mestu skiptir er að langtíma verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað verulega, úr 4,0% í upphafi árs í 3,0% þegar þetta er skrifað. Mjög óalgengt er að samband langtíma verðbólguvæntinga og krónunnar sé með þeim hætti. Ýmsir kraftar hafa verið að verki sem ekki hafa allir hlotið mikla athygli. Á árunum 2014 til 2017 safnaði Seðlabanki Íslands umtalsverðum óskuldsettum gjaldeyrisforða og bjó þannig þjóðarbúið vel undir ófyrirséð áföll sem nú hafa skollið á af fullum þunga í ferðaþjónustunni. Seðlabankinn getur því komið í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar með inngripum, það styrkir verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði sem er mikilvægasti þátturinn í leiðinni að lægra vaxtastigi. Hin er sú breyting á íslensku efnahagslífi að samkeppni við útlönd í verslun og þjónustu, ásamt tækniframförum og sjálfvirknivæðingu, leiðir til að launahækkanir skila sér ekki jafn auðveldlega í hærra vöruverði eins og áður. Til að mæta ósjálfbærum launahækkunum munu því íslensk fyrirtæki hagræða með fækkun starfsfólks líkt og þau hafa gert síðustu misserin. Þau sem eiga þess ekki kost verða einfaldlega undir í samkeppninni. Spyrja má að lokum af hverju hinn erlendi fjárfestir hafði svo rétt fyrir sér á sama tíma og flestir greinendur og líklega mikill meirihluti fjárfesta (lesið út frá verðlagningu markaða) var mun svartsýnni? Líklega sýnir þetta dæmi hve mikilvæg skoðanaskipti við umheiminn geta verið – erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á fjárfestingum í íslenskum skuldabréfum eru ekki almennt „illir vogunarsjóðir“ heldur frekar langtímafjárfestar sem eru tilbúnir að hafa langtímaskoðun á íslensku hagkerfi og láta hina heimatilbúnu svartsýni sig minna varða.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Sjá meira
Í árslok 2018 er óhætt að segja að nokkur svartsýni hafi ríkt í íslensku efnahagslífi. Óvissa var um framtíð WOW air, samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustunni og engin leið var að sjá skynsamlega lendingu með kjarasamninga þar sem átök hörðnuðu dag frá degi á vinnumarkaði. Allir þessir þættir leiddu til lækkunar krónunnar, ótta við vaxandi verðbólgu og væntinga um að vextir myndu hækka verulega á árinu 2019. Á sama tíma kvað hins vegar við annan tón í bréfi sem fjárfestingastjóri BlueBay, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, sendi til viðskiptavina sinna. Í bréfinu var því spáð að samfara afléttingu innflæðishafta á Íslandi, myndu vextir til skemmri og lengri tíma lækka og krónan styrkjast, og því væru íslensk skuldabréf sérlega áhugaverð. Í byrjun mars þessa árs hafði sjóður í stýringu umrædds fyrirtækis hafið fjárfestingar á Íslandi, og tók þá fjárfestingarstjórinn enn dýpra í árinni í nýju bréfi til sinna viðskiptavina – þar sem því var haldið fram að Ísland hefði bæði viðvarandi fjárlaga- og viðskiptaafgang og verulega jákvæða eignastöðu, lánshæfi Íslands myndi hækka, verðbólga fara aftur í átt að markmiði á árinu, stýrivextir lækka sem og langtíma vextir. Þótt krónan hafi ekki styrkst á þessu áru hefur hún aftur á móti staðist dómsdagsspár vegna falls WOW air og vel það. Langtímavextir hafa lækkað um 1,2% á árinu og verðbólga hjaðnað. Það sem kannski mestu skiptir er að langtíma verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað verulega, úr 4,0% í upphafi árs í 3,0% þegar þetta er skrifað. Mjög óalgengt er að samband langtíma verðbólguvæntinga og krónunnar sé með þeim hætti. Ýmsir kraftar hafa verið að verki sem ekki hafa allir hlotið mikla athygli. Á árunum 2014 til 2017 safnaði Seðlabanki Íslands umtalsverðum óskuldsettum gjaldeyrisforða og bjó þannig þjóðarbúið vel undir ófyrirséð áföll sem nú hafa skollið á af fullum þunga í ferðaþjónustunni. Seðlabankinn getur því komið í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar með inngripum, það styrkir verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði sem er mikilvægasti þátturinn í leiðinni að lægra vaxtastigi. Hin er sú breyting á íslensku efnahagslífi að samkeppni við útlönd í verslun og þjónustu, ásamt tækniframförum og sjálfvirknivæðingu, leiðir til að launahækkanir skila sér ekki jafn auðveldlega í hærra vöruverði eins og áður. Til að mæta ósjálfbærum launahækkunum munu því íslensk fyrirtæki hagræða með fækkun starfsfólks líkt og þau hafa gert síðustu misserin. Þau sem eiga þess ekki kost verða einfaldlega undir í samkeppninni. Spyrja má að lokum af hverju hinn erlendi fjárfestir hafði svo rétt fyrir sér á sama tíma og flestir greinendur og líklega mikill meirihluti fjárfesta (lesið út frá verðlagningu markaða) var mun svartsýnni? Líklega sýnir þetta dæmi hve mikilvæg skoðanaskipti við umheiminn geta verið – erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á fjárfestingum í íslenskum skuldabréfum eru ekki almennt „illir vogunarsjóðir“ heldur frekar langtímafjárfestar sem eru tilbúnir að hafa langtímaskoðun á íslensku hagkerfi og láta hina heimatilbúnu svartsýni sig minna varða.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun