Engu nær Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. apríl 2019 07:00 Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun