Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 08:19 Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira