Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin. Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin.
Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33