Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2019 16:28 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm „Þetta er bara á allra, allra, allra, allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Til stóð að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna síðdegis í dag. Reiknað var með því að undirritun hæfist um klukkan þrjú í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Töluverð seinkun hefur orðið á því en Vilhjálmur biður fólk um að örvænta ekki.Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi þegar samningarnir verða undirritaðir.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmOfboðslega mikil vinna Hann segist hlakka til að kynna samningana sem verið er að ganga frá. Hann segir mikilvægt að þeir séu kynntir „í samfellu,“ eins og hann komst að orði í viðtali við Reykjavík Síðdegis upp úr klukkan fjögur. Þeir séu viðamiklir og virki sem ein heild. Hann segir að undirritunin ætti að fara fram „á næstu mínútum, eða þá að það sé mjög stutt í það,“ segir Vilhjálmur. „Ég er búinn að halda það í heilan sólarhring að við séum að klára þetta - en þetta er bara svo ofboðslega mikil vinna.“ Hann segir mikið álag hafa verið á fólki undanfarna daga. Við þær aðstæður sé mikilvægt að passa að allt sé satt og rétt í samningunum, svo að deiluaðilum yfirsjáist ekki eitthvað mikilvægt í plagginu. Það væri miður, enda eru kjarasamningar grunnurinn að lífskjörum og réttindum launafólks. „Ég vona að fólk fyrirgefi okkur að þetta taki sinn tíma,“ segir Vilhjálmur. Verið sé að vinna með lífsviðurværi fólks og því mikilvægt að vanda vel til verka. Lesa allt yfir.En er vöffluilmur í húsinu? „Nei, það er ekki vöffluilmur. Mér skilst að menn ætli að breyta aðeins til og bjóða upp á brauðsneiðar og annað slíkt þegar þetta er búið. Það eru 70-80 manns í húsinu og búið að vera mjög mikið álag á fólki.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/vilhelmFjármálaöflin vilji ekki sleppa verðtryggingunni Vilhjálmur hefur verið mikill talsmaður afnáms verðtryggingar. „Það liggur alveg fyrir að það kemur séryfirlýsing varðandi verðtryggingamálin. Þetta hefur verið mér hjartansmál mjög lengi. Það verður að kom í ljós hvernig hún hljómar sú yfirlýsing.“ Það liggi alveg fyrir hvers vegna hún hafi ekki verið afnumin. Það sé vegna þess að fjármálaöflin vilja ekki sleppa henni. Vilhjálmur er samt sáttur við samninginn sem verið er að ganga frá. „Ég ætla að leyfa mér að fagna þeim áfangasigri sem við erum að ná. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Vilhjálmur. Fólk hafi lagt mikið á sig við samningaborðið og setið sólarhringum saman. Svo mikið að varla megi segja frá.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/vilhelmStaðan breyttist þegar WOW féll Staðan hafi breyst við gjaldþrot WOW air. „Það sem við erum að gera núna er að við lendum í þeirri skelfilegu stöðu þegar við stöndum í miðjum verkfallsaðgerðum að það fer hér heilt flugfélag á hausinn. Tvö þúsund félagsmenn okkar missa atvinnuna. Staðan okkar breyttist örlítið við það. Á þeirri forsendu þurftum við að endurskoða hvernig við getum nálgast þetta viðfangsefni.“ Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær samningar verða kynntir. En skrifað verður undir á allra næstu mínútum. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hlakka dálítið til að kynna þessa samninga og það er mjög mikilvægt að kynna þessa samninga í einni samfellu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Þetta er bara á allra, allra, allra, allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Til stóð að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna síðdegis í dag. Reiknað var með því að undirritun hæfist um klukkan þrjú í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Töluverð seinkun hefur orðið á því en Vilhjálmur biður fólk um að örvænta ekki.Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi þegar samningarnir verða undirritaðir.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmOfboðslega mikil vinna Hann segist hlakka til að kynna samningana sem verið er að ganga frá. Hann segir mikilvægt að þeir séu kynntir „í samfellu,“ eins og hann komst að orði í viðtali við Reykjavík Síðdegis upp úr klukkan fjögur. Þeir séu viðamiklir og virki sem ein heild. Hann segir að undirritunin ætti að fara fram „á næstu mínútum, eða þá að það sé mjög stutt í það,“ segir Vilhjálmur. „Ég er búinn að halda það í heilan sólarhring að við séum að klára þetta - en þetta er bara svo ofboðslega mikil vinna.“ Hann segir mikið álag hafa verið á fólki undanfarna daga. Við þær aðstæður sé mikilvægt að passa að allt sé satt og rétt í samningunum, svo að deiluaðilum yfirsjáist ekki eitthvað mikilvægt í plagginu. Það væri miður, enda eru kjarasamningar grunnurinn að lífskjörum og réttindum launafólks. „Ég vona að fólk fyrirgefi okkur að þetta taki sinn tíma,“ segir Vilhjálmur. Verið sé að vinna með lífsviðurværi fólks og því mikilvægt að vanda vel til verka. Lesa allt yfir.En er vöffluilmur í húsinu? „Nei, það er ekki vöffluilmur. Mér skilst að menn ætli að breyta aðeins til og bjóða upp á brauðsneiðar og annað slíkt þegar þetta er búið. Það eru 70-80 manns í húsinu og búið að vera mjög mikið álag á fólki.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/vilhelmFjármálaöflin vilji ekki sleppa verðtryggingunni Vilhjálmur hefur verið mikill talsmaður afnáms verðtryggingar. „Það liggur alveg fyrir að það kemur séryfirlýsing varðandi verðtryggingamálin. Þetta hefur verið mér hjartansmál mjög lengi. Það verður að kom í ljós hvernig hún hljómar sú yfirlýsing.“ Það liggi alveg fyrir hvers vegna hún hafi ekki verið afnumin. Það sé vegna þess að fjármálaöflin vilja ekki sleppa henni. Vilhjálmur er samt sáttur við samninginn sem verið er að ganga frá. „Ég ætla að leyfa mér að fagna þeim áfangasigri sem við erum að ná. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Vilhjálmur. Fólk hafi lagt mikið á sig við samningaborðið og setið sólarhringum saman. Svo mikið að varla megi segja frá.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/vilhelmStaðan breyttist þegar WOW féll Staðan hafi breyst við gjaldþrot WOW air. „Það sem við erum að gera núna er að við lendum í þeirri skelfilegu stöðu þegar við stöndum í miðjum verkfallsaðgerðum að það fer hér heilt flugfélag á hausinn. Tvö þúsund félagsmenn okkar missa atvinnuna. Staðan okkar breyttist örlítið við það. Á þeirri forsendu þurftum við að endurskoða hvernig við getum nálgast þetta viðfangsefni.“ Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær samningar verða kynntir. En skrifað verður undir á allra næstu mínútum. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hlakka dálítið til að kynna þessa samninga og það er mjög mikilvægt að kynna þessa samninga í einni samfellu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira