Bandaríska söngkonan Britney Spears lagðist inn á geðheilbrigðisstofnun vegna andlegs álags sem hefur fylgt alvarlegum veikindum föður hennar.
Greint er frá þessu á vef Variety en þar kemur fram að hin 37 ára gamla Spears hafi lagst sjálfviljug inn fyrir viku og muni verða á geðheilbrigðisstofnuninni í 30 daga.
Faðir hennar, Jamie Spears, hefur glímt við mikil veikindi undanfarið en gekkst nýverið undir aðra skurðaðgerð þar sem læknar reyndu að lagfæra rifinn ristil.
Í nóvember síðastliðnum ákvað Spears að gera hlé á tónleikaröð hennar í Las Vegas vegna veikinda föður hennar.