Hugmyndafræðilegar jarðhræringar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun