„Áhugaverðast og ánægjulegast“ að laun hækki með hagvexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 11:15 Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54