Stjarnan býður ÍR-ingum að mæta í bjór og vængi fyrir leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2019 12:30 Stuðningsmenn Stjörnunnar ætla að taka á móti stuðningsmönnum ÍR með opinn faðminn í kvöld. vísir/bára Það verður aukin öryggisgæsla á leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Dominos-deildar karla í kvöld en bæði félög vonast þó eftir því að allt fari vel fram. Það sauð auðvitað upp úr á milli stuðningsmanna liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Það voru líka átök er liðin mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Svo hefur ástin ekki beint svifið á milli þjálfara liðanna í vetur. „Við höfum boðið ÍR-ingum að koma og skemmta sér með okkur. Þetta á að vera gaman,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, við Vísi en stuðningsmenn Stjörnunnar ætla að byrja að hita upp á Dúllubar þar sem hægt verður að fá öl og vængi úr smiðju Stjörnugoðsagnarinnar Justin Shouse. Stjörnumenn hafa boðið strákunum í Ghetto Hooligans að mæta þar fyrir leik og lyfta sér upp með Garðbæingum fyrir fyrsta leik liðanna. „Við höfum verið í sambandi við ÍR-ingana og það vilja allir að þetta fari vel fram. Það eru aðrir en við sem hafa stórar áhyggjur af þessu. Það vilja allir að þetta sé eins og hjá fólki. Ef menn hittast og sjá framan í hvorn annan þá sjá þeir kannski að hinn aðilinn er ekki eins mikill hálfviti og viðkomandi hélt. Það snýst svolítið um það,“ segir Hilmar en Stjörnumenn hafa þó vaðið fyrir neðan sig og hafa aukið öryggisgæsluna fyrir leikinn. „Hún er meiri en venjulega. Ef við værum að mæta KR þá hefðum við líka aukið hana. Auðvitað erum við meðvitaðir um söguna í fyrra og núna. Við erum ekki kjánar. Hvorugur aðilinn er samt að búast við einhverju veseni. Það vilja allir að þetta sé almennilega gert en allur er varinn góður og menn verða að læra af mistökunum.“ Hilmar, ásamt fleirum, er orðinn mjög spenntur fyrir því að fá vængina hans Shouse í kvöld. „Þetta eru heimsfrægir vængir og þetta er í annað sinn sem hann mætir með þá í vetur. Hann var með þá í liðspartíum Stjörnunnar undanfarin tíu ár þar sem þeir slógu í gegn. Það hefur verið suðað í honum að gera þetta aftur og ég mæli með því að það mæti allir og smakki hjá kallinum,“ segir formaðurinn léttur.Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og í beinni textalýsingu á Vísi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið. 19. febrúar 2019 13:30 Borche: Reyndi að koma og taka í höndina á honum en hann vildi það ekki Það var mikill hiti í Garðabæ í kvöld er Stjarnan vann góðan sigur ÍR í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þjálfararnir tókust ekki í hendur í leikslok. 5. október 2018 22:34 Arnar: Vinnubrögð sem voru gjörsamlega galin Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagðist aðspurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik í sigrinum gegn ÍR að hann hefði einfaldlega ekki undirbúið lið sitt undir það að mæta 2-3 svæðisvörn gestanna. 5. október 2018 22:24 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Það verður aukin öryggisgæsla á leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Dominos-deildar karla í kvöld en bæði félög vonast þó eftir því að allt fari vel fram. Það sauð auðvitað upp úr á milli stuðningsmanna liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Það voru líka átök er liðin mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Svo hefur ástin ekki beint svifið á milli þjálfara liðanna í vetur. „Við höfum boðið ÍR-ingum að koma og skemmta sér með okkur. Þetta á að vera gaman,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, við Vísi en stuðningsmenn Stjörnunnar ætla að byrja að hita upp á Dúllubar þar sem hægt verður að fá öl og vængi úr smiðju Stjörnugoðsagnarinnar Justin Shouse. Stjörnumenn hafa boðið strákunum í Ghetto Hooligans að mæta þar fyrir leik og lyfta sér upp með Garðbæingum fyrir fyrsta leik liðanna. „Við höfum verið í sambandi við ÍR-ingana og það vilja allir að þetta fari vel fram. Það eru aðrir en við sem hafa stórar áhyggjur af þessu. Það vilja allir að þetta sé eins og hjá fólki. Ef menn hittast og sjá framan í hvorn annan þá sjá þeir kannski að hinn aðilinn er ekki eins mikill hálfviti og viðkomandi hélt. Það snýst svolítið um það,“ segir Hilmar en Stjörnumenn hafa þó vaðið fyrir neðan sig og hafa aukið öryggisgæsluna fyrir leikinn. „Hún er meiri en venjulega. Ef við værum að mæta KR þá hefðum við líka aukið hana. Auðvitað erum við meðvitaðir um söguna í fyrra og núna. Við erum ekki kjánar. Hvorugur aðilinn er samt að búast við einhverju veseni. Það vilja allir að þetta sé almennilega gert en allur er varinn góður og menn verða að læra af mistökunum.“ Hilmar, ásamt fleirum, er orðinn mjög spenntur fyrir því að fá vængina hans Shouse í kvöld. „Þetta eru heimsfrægir vængir og þetta er í annað sinn sem hann mætir með þá í vetur. Hann var með þá í liðspartíum Stjörnunnar undanfarin tíu ár þar sem þeir slógu í gegn. Það hefur verið suðað í honum að gera þetta aftur og ég mæli með því að það mæti allir og smakki hjá kallinum,“ segir formaðurinn léttur.Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og í beinni textalýsingu á Vísi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið. 19. febrúar 2019 13:30 Borche: Reyndi að koma og taka í höndina á honum en hann vildi það ekki Það var mikill hiti í Garðabæ í kvöld er Stjarnan vann góðan sigur ÍR í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þjálfararnir tókust ekki í hendur í leikslok. 5. október 2018 22:34 Arnar: Vinnubrögð sem voru gjörsamlega galin Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagðist aðspurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik í sigrinum gegn ÍR að hann hefði einfaldlega ekki undirbúið lið sitt undir það að mæta 2-3 svæðisvörn gestanna. 5. október 2018 22:24 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið. 19. febrúar 2019 13:30
Borche: Reyndi að koma og taka í höndina á honum en hann vildi það ekki Það var mikill hiti í Garðabæ í kvöld er Stjarnan vann góðan sigur ÍR í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þjálfararnir tókust ekki í hendur í leikslok. 5. október 2018 22:34
Arnar: Vinnubrögð sem voru gjörsamlega galin Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagðist aðspurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik í sigrinum gegn ÍR að hann hefði einfaldlega ekki undirbúið lið sitt undir það að mæta 2-3 svæðisvörn gestanna. 5. október 2018 22:24
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins