Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 13:11 Flosi segir vinnustöðum standa ýmsar leiðir í boði til að stytta vinnuvikuna hjá sér. Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann. Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann.
Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira