Aðkoma stjórnvalda lykilatriði í nýjum kjarasamningum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. apríl 2019 18:54 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Vísir/Vilhelm Kjarasamningarnir í gærkvöldi voru gerðir í skugga gjaldþrots WOW air eftir margra vikna þrotlausar samningaviðræður. Þeir taka meðal annars til launa, vinnutíma, skatta og vaxta og snerta bæði 80 þúsund launþega, í þeim verkalýðsfélögum sem hlut áttu að máli, og allan almenning í landinu. Aðkoma stjórnvalda var lykilatriði í að aðilar vinnumarkaðarins og atvinnulífsins náðu kjarasamningum. Þessi víðtæka samvinna á að bæta kjör fyrst og fremst hjá láglaunafólki. Nítján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins og níu félög innan Landssambands verslunarmanna undirrituðu nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Boðað hafði að nýir kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins yrðu undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í gær. Það dróst verulega á langinn en samningsaðilar höfðu þá setið sleitulaust tvo daga þar á undan við að koma honum saman. Fjölmiðlar voru svo boðaðir til ríkissáttasemjara á tíunda tímanum að sem ljóst var að kjarasamningar væri í höfn og það var margt um manninn þegar kom að því að undirrita nýja samninga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/VilhelmAð lokinni undirritun fóru fulltrúar atvinnulífsins og vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem boðað var til blaðamannafundar klukkan rúmlega ellefu þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem stéttarfélögin höfðu lagt mikla áherslu á að kæmu til sögunnar, voru kynntar. „Þessir samningar og það útspil stjórnvalda sem þeim fylgir mun verða grundvöllur og getur orðið grundvöllur að víðtækri sátt. Verið grundvöllur þess að við getum skapað hér bæði efnahagslega- en ekki síður félagslega stöðugleika til næstu ára,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Formaður VR segir fall flugfélagsins WOW hafa haft áhrif á kjaraviðræðurnar en að stéttarfélagið hafi náð að halda í kröfur sínar þrátt fyrir ekki náð 425 þúsund króna lágmarkslaunum í lok samningstímans. „Þetta var skelfilega erfið staða þar á meðal og við þurfum að fara nánast aftur að teikniborðinu en náðum þó að halda í okkar kröfur, þá er ég að tala um launaliðinn þegar við vorum að miða við fjögur hundruð tuttugu og fimm þúsund kallinn að við náum honum inn ef að ákveðnar forsendur verða til staðar í efnahagslífin,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/Vilhelm„Stóru tíðindin eru auðvitað þau að það er algjörlega ný nálgun í þessum kjarasamningum. Það er verið að breyta í raun og veru um takt annars vegar með því að setja inn krónutöluhækkanir og hefðbundnari hækkanir en hins vegar er verið að setja hagvaxtarbreytu inn í kjarasamninganna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég mun sannarlega mæla með þessum samningum og auðvitað er ég bjartsýn að fólk samþykki þessa samninga við munum fara rækilega í það að kynna þá fyrir félagsmönnum. Við náttúrlega fórum fram með mjög einbeittar og markvissar kröfur sem að við höfum fylgt eftir af fullri alvöru en við höfum staðið í þessari baráttu mánuðum saman. Við komumst ekki lengra og ég átti í mjög upplýstu og heiðarlegu samtali við mína samninganefnd sem að samþykkti þá afstöðu mína sem að ég stend við. Við mátum það svo að við kæmumst ekki lengra,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að lokinni kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Drífa Snædal, forseti ASÍ við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53 Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45 Már telur ákvæðið byggja á misskilningi og ekki þjóna hag launþega Seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. 4. apríl 2019 18:00 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Kjarasamningarnir í gærkvöldi voru gerðir í skugga gjaldþrots WOW air eftir margra vikna þrotlausar samningaviðræður. Þeir taka meðal annars til launa, vinnutíma, skatta og vaxta og snerta bæði 80 þúsund launþega, í þeim verkalýðsfélögum sem hlut áttu að máli, og allan almenning í landinu. Aðkoma stjórnvalda var lykilatriði í að aðilar vinnumarkaðarins og atvinnulífsins náðu kjarasamningum. Þessi víðtæka samvinna á að bæta kjör fyrst og fremst hjá láglaunafólki. Nítján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins og níu félög innan Landssambands verslunarmanna undirrituðu nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Boðað hafði að nýir kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins yrðu undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í gær. Það dróst verulega á langinn en samningsaðilar höfðu þá setið sleitulaust tvo daga þar á undan við að koma honum saman. Fjölmiðlar voru svo boðaðir til ríkissáttasemjara á tíunda tímanum að sem ljóst var að kjarasamningar væri í höfn og það var margt um manninn þegar kom að því að undirrita nýja samninga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/VilhelmAð lokinni undirritun fóru fulltrúar atvinnulífsins og vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem boðað var til blaðamannafundar klukkan rúmlega ellefu þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem stéttarfélögin höfðu lagt mikla áherslu á að kæmu til sögunnar, voru kynntar. „Þessir samningar og það útspil stjórnvalda sem þeim fylgir mun verða grundvöllur og getur orðið grundvöllur að víðtækri sátt. Verið grundvöllur þess að við getum skapað hér bæði efnahagslega- en ekki síður félagslega stöðugleika til næstu ára,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Formaður VR segir fall flugfélagsins WOW hafa haft áhrif á kjaraviðræðurnar en að stéttarfélagið hafi náð að halda í kröfur sínar þrátt fyrir ekki náð 425 þúsund króna lágmarkslaunum í lok samningstímans. „Þetta var skelfilega erfið staða þar á meðal og við þurfum að fara nánast aftur að teikniborðinu en náðum þó að halda í okkar kröfur, þá er ég að tala um launaliðinn þegar við vorum að miða við fjögur hundruð tuttugu og fimm þúsund kallinn að við náum honum inn ef að ákveðnar forsendur verða til staðar í efnahagslífin,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/Vilhelm„Stóru tíðindin eru auðvitað þau að það er algjörlega ný nálgun í þessum kjarasamningum. Það er verið að breyta í raun og veru um takt annars vegar með því að setja inn krónutöluhækkanir og hefðbundnari hækkanir en hins vegar er verið að setja hagvaxtarbreytu inn í kjarasamninganna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég mun sannarlega mæla með þessum samningum og auðvitað er ég bjartsýn að fólk samþykki þessa samninga við munum fara rækilega í það að kynna þá fyrir félagsmönnum. Við náttúrlega fórum fram með mjög einbeittar og markvissar kröfur sem að við höfum fylgt eftir af fullri alvöru en við höfum staðið í þessari baráttu mánuðum saman. Við komumst ekki lengra og ég átti í mjög upplýstu og heiðarlegu samtali við mína samninganefnd sem að samþykkti þá afstöðu mína sem að ég stend við. Við mátum það svo að við kæmumst ekki lengra,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að lokinni kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Drífa Snædal, forseti ASÍ við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53 Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45 Már telur ákvæðið byggja á misskilningi og ekki þjóna hag launþega Seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. 4. apríl 2019 18:00 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53
Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45
Már telur ákvæðið byggja á misskilningi og ekki þjóna hag launþega Seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. 4. apríl 2019 18:00
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48