Engin trygging fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. apríl 2019 20:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson, framvæmdastjóri Eflingar að lokinni undirritun kjarasamninga í gær. Vísir/Vilhelm Mikil munur er á túlkun ASÍ og Eflingar á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir þá ekki fela í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutíma hjá almennu verkafólki. Í tilkynningu sem Alþýðusamband Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að meðal helstu atriða í nýjum kjarasamningi verslunar-, skrifstofu-, og verkafólks sé aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir mestu breytingar í hálfa öld. Í tilkynningu frá Eflingu í dag er áréttað að vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar feli hann ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Þá segir Efling að þær styttingar vinnutímans sem koma fram í kjarasamningnum séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þennan hluta fyrirtækjaþátt samningsins sem vissulega sé til staðar í núverandi samningi.Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Vilhelm„Það er í rauninni verið að virkja hann miklu meira núna í þeim tilgangi að reyna að stytta vinnuvikuna. Þetta er í valdi hvers vinnustaðar fyrir sig en útfærslan verður sú að vinnandi fólk leggur eitthvað af mörkum af kaffitímanum og atvinnurekendur leggja eitthvað af mörkum með hreinni styttingu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Tillögurnar sem kynnar voru í gær eru fjórar að frátöldu óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Hægt verður að semja um styttri vinnudag, styttri vinnuviku, frí annan hvern föstudag og svo í fjórða lagi styttri vinnudag þar sem vélar stjórna hraða.Verður ekki erfitt að fylgja þessu eftir? „Það verður örugglega erfitt. Það er margt í þessum samningum sem verður áskorun að fylgja eftir, segir Drífa.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmViðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir samninginn ásættanlega málamiðlun á kröfum stéttarfélagsins en að lögð verði áhersla á það að kynna samninginn fyrir félagsmönnum nákvæmlega eins og hann er. „Við höfum ekki getað séð að í þessum samning sé að finna neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk og kannski má segja að umfjöllun gærkvöldsins hafi svona mögulega boðið upp á einhvern misskilning varðandi það atriði og við vildum bara tryggja að félagsmenn okkar væru rétt upplýstir að hverju þeir eru að fara ganga að því það eru þeir sem að munu taka þennan samning fyrir í atkvæðagreiðslu,“ segir Viðar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjarasamninga Eflingar öðruvísi en annarra sem skrifað var undir við í gær.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Vilhelm„Það stafar að því að fyrirkomulag lögbundinna neysluhléa hefur verið örðuvísi hjá verslunarmönnum í þeirra samningum svoleiðis að væntanleg stytting vinnuvikunnar kemur til framkvæmda með öðrum hætti hjá þeim,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Hvenær geta starfsmenn og vinnustaðir farið að ráðast í þessa vinnutilhögun? Fyrst þurfum við nú að bera samningin sem skrifað var undir í gær undir atkvæði okkar félagsmanna um allt land og undirbúningur hófst að því í morgun þegar að kjörstjórn Starfsgreinasambandsins kom saman og ef að það gengur eftir að og samningurinn verður samþykktur, eigum við að segja í lok þessa mánaðar að þá geta menn farið að huga að þessu,“ segir Flosi. Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Mikil munur er á túlkun ASÍ og Eflingar á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir þá ekki fela í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutíma hjá almennu verkafólki. Í tilkynningu sem Alþýðusamband Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að meðal helstu atriða í nýjum kjarasamningi verslunar-, skrifstofu-, og verkafólks sé aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir mestu breytingar í hálfa öld. Í tilkynningu frá Eflingu í dag er áréttað að vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar feli hann ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Þá segir Efling að þær styttingar vinnutímans sem koma fram í kjarasamningnum séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þennan hluta fyrirtækjaþátt samningsins sem vissulega sé til staðar í núverandi samningi.Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Vilhelm„Það er í rauninni verið að virkja hann miklu meira núna í þeim tilgangi að reyna að stytta vinnuvikuna. Þetta er í valdi hvers vinnustaðar fyrir sig en útfærslan verður sú að vinnandi fólk leggur eitthvað af mörkum af kaffitímanum og atvinnurekendur leggja eitthvað af mörkum með hreinni styttingu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Tillögurnar sem kynnar voru í gær eru fjórar að frátöldu óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Hægt verður að semja um styttri vinnudag, styttri vinnuviku, frí annan hvern föstudag og svo í fjórða lagi styttri vinnudag þar sem vélar stjórna hraða.Verður ekki erfitt að fylgja þessu eftir? „Það verður örugglega erfitt. Það er margt í þessum samningum sem verður áskorun að fylgja eftir, segir Drífa.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmViðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir samninginn ásættanlega málamiðlun á kröfum stéttarfélagsins en að lögð verði áhersla á það að kynna samninginn fyrir félagsmönnum nákvæmlega eins og hann er. „Við höfum ekki getað séð að í þessum samning sé að finna neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk og kannski má segja að umfjöllun gærkvöldsins hafi svona mögulega boðið upp á einhvern misskilning varðandi það atriði og við vildum bara tryggja að félagsmenn okkar væru rétt upplýstir að hverju þeir eru að fara ganga að því það eru þeir sem að munu taka þennan samning fyrir í atkvæðagreiðslu,“ segir Viðar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjarasamninga Eflingar öðruvísi en annarra sem skrifað var undir við í gær.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Vilhelm„Það stafar að því að fyrirkomulag lögbundinna neysluhléa hefur verið örðuvísi hjá verslunarmönnum í þeirra samningum svoleiðis að væntanleg stytting vinnuvikunnar kemur til framkvæmda með öðrum hætti hjá þeim,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Hvenær geta starfsmenn og vinnustaðir farið að ráðast í þessa vinnutilhögun? Fyrst þurfum við nú að bera samningin sem skrifað var undir í gær undir atkvæði okkar félagsmanna um allt land og undirbúningur hófst að því í morgun þegar að kjörstjórn Starfsgreinasambandsins kom saman og ef að það gengur eftir að og samningurinn verður samþykktur, eigum við að segja í lok þessa mánaðar að þá geta menn farið að huga að þessu,“ segir Flosi.
Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07
Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48