Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. apríl 2019 06:30 Útvarpsstjóri hefur mikla reynslu af leikhússtjórn. Fréttablaðið/Stefán Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15
Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45
Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15