Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 15:16 Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Vísir/egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18
Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49