Tillaga um úttekt á Gröndalshúsi felld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 12:45 Skýrslan var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36