Guðmundur: Erum með alltof gott lið til að falla Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. apríl 2019 21:15 Guðmundur Helgi er þjálfari Fram. vísir/bára „Að sjálfsögðu er mjög þungum farga af mér létt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum þegar ljóst var að liðið hefði haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum og stuðningsmönnum sem mættu hingað í dag að styðja okkur.“ „Við komum okkur í vonda stöðu með stigasöfnun í vetur og þegar á reyndi þá tóku menn sig saman í andlitinu og spiluðu góðan leik.“ Guðmundur segir að þeir geti sjálfum sér um kennt hvernig staðan hefði verið en segir jafnframt að liðið sé alltof vel mannað til þess að falla úr þessari deild. „Ég er búinn að segja það í allan vetur að við erum með of gott lið til að vera í þessari stöðu en við vorum komnir í þessa stöðu, við þurftum að vinna okkur útúr henni og það tókst loksins.“ Leikmenn Fram mættu dýrvitlausir til leiks og kom aldrei neitt annað en sigur til greina. Þeir lentu þó undir gegn sterku liði Eyjamanna en um miðbik síðari hálfleiks náðu þeir tökunum á leiknum og kláruðu með góðum fimm marka sigri. „Við ætluðum að halda þeim í 27 mörkum en þeir voru komnir í 17 mörk í hálfleik. Svo við rifum vörnina upp í seinni og þá fengum við nokkra bolta varða og hraðaupphlaup sem skiptu máli. Menn höfðu bara trú á verkefninu það er númer 1, 2 og 3.“ Guðmundur segir að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi ekki verið að fylgjast með úrslitum annara leikja en það var vitað að ef Akureyri myndi tapa sínum leik að þá skiptu úrslit þessa leiks engu máli. „Nei við ákváðum fyrir leik að vera ekkert að spá í því, við ætluðum að klára þetta sjálfir en ekki treysta á einhverja aðra,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Að sjálfsögðu er mjög þungum farga af mér létt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum þegar ljóst var að liðið hefði haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum og stuðningsmönnum sem mættu hingað í dag að styðja okkur.“ „Við komum okkur í vonda stöðu með stigasöfnun í vetur og þegar á reyndi þá tóku menn sig saman í andlitinu og spiluðu góðan leik.“ Guðmundur segir að þeir geti sjálfum sér um kennt hvernig staðan hefði verið en segir jafnframt að liðið sé alltof vel mannað til þess að falla úr þessari deild. „Ég er búinn að segja það í allan vetur að við erum með of gott lið til að vera í þessari stöðu en við vorum komnir í þessa stöðu, við þurftum að vinna okkur útúr henni og það tókst loksins.“ Leikmenn Fram mættu dýrvitlausir til leiks og kom aldrei neitt annað en sigur til greina. Þeir lentu þó undir gegn sterku liði Eyjamanna en um miðbik síðari hálfleiks náðu þeir tökunum á leiknum og kláruðu með góðum fimm marka sigri. „Við ætluðum að halda þeim í 27 mörkum en þeir voru komnir í 17 mörk í hálfleik. Svo við rifum vörnina upp í seinni og þá fengum við nokkra bolta varða og hraðaupphlaup sem skiptu máli. Menn höfðu bara trú á verkefninu það er númer 1, 2 og 3.“ Guðmundur segir að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi ekki verið að fylgjast með úrslitum annara leikja en það var vitað að ef Akureyri myndi tapa sínum leik að þá skiptu úrslit þessa leiks engu máli. „Nei við ákváðum fyrir leik að vera ekkert að spá í því, við ætluðum að klára þetta sjálfir en ekki treysta á einhverja aðra,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30