Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira